Um okkur
Við erum tveir vinir sem fórum að velta fyrir okkur tengingu milli fæðu og heilsu.
Ástæðan var sú að við höfum báðir fengið okkar skerf af heilsutengdum verkefnum. Annar okkar hefur unnið sig í gegnum krabbamein og hinn í gegnum alvarlegt slys.
Hefur þetta valdið því að við munum alla tíð þurfa að vinna með heilsuna á okkar hátt, í raun eins og við öll þurfum að gera í dag þar sem hreyfing og næring eru grunnþættir þegar kemur að almennri heilsu.
Á sínum tíma leiddi samtal okkar á milli til tilraunastarfsemi með hráefni úr íslenskri náttúru. Verkefnið vatt upp á sig og varð að því fyrirtæki sem það er í dag.
Við erum stoltir af því að vera fjölskyldufyrirtæki og geta boðið fólki upp á rannsóknarmiðaðar hreinar fæðubótavörur úr Íslenskri náttúru.
Stefna Arctic Health er að gefa viðskiptavinum tækifæri til að fá hreinar íslenskar vörur úr sjálfbærum auðlindum landsins ásamt því að finna leiðir til að sækja aðföng og koma vörum til viðskiptavina á sem umhverfisvænastan hátt.