Skjaldkirtillinn dælir út lykilhormónum sem kallast triiodothyronine (T3) og thyroxine (T4), sem að hluta eru samsett úr joði.
Skjaldkirtillinn er staðsettur milli raddbandanna og viðbeinanna og er á stærð við þumalinn þinn. Hann hefur áhrif á nánast alla parta líkamans. „Hann framleiðir hormón sem kemur jafnvægi á efnaskiptin sem stjórna því hversu mörgum kaloríum þú brennir, hversu hratt eða hægt heili þinn virkar og hvernig hjarta, lifur og önnur líffæri virka,“ segir innkirtlasérfræðingurinn Christian Nasr. Skjaldkirtillinn hefur því áhrif á skapið þitt, blæðingar og meira að segja hversu reglulegar hægðir þínar eru.
Hvernig virkar skjaldkirtillinn
Hjartað: Skjaldkirtilshormón hafa áhrif á hjartsláttinn og hjálpa til við að stjórna blóðflæðinu með því að slaka á vöðvum í æðaveggjunum.
Frjósemin: Skjaldkirtilshormón hafa áhrif á tíðahringinn. Þegar hormónin eru í ójafnvægi getur það valdið því að blæðingar og egglos séu óreglulegar.
Beinin: Skjaldkirtilshormón stjórna því hversu hratt gömul bein eyðast upp. Ef þessu ferli er raskað af hormónaójafnvægi getur það leitt til beinþynningar.
Þyngdin: Skjaldkirtilshormón hafa áhrif á efnaskiptin, þ.e. hversu hratt líkami þinn brennir fæðunni.
Heilinn: Vanvirkni í skjaldkirtli getur valdið gleymsku, einbeitningarskorti og þunglyndi. Sem betur fer geta þessir hlutir lagast ef fólk fær viðeigandi meðferð.
Húðin: Þegar Skjaldkirtillinn er vanvirkur hættir líkaminn að framleiða og endurnýja húðfrumur á réttum hraða. Húðfrumurnar safnast upp og valda þurrki í húðinni. Hár og neglur vaxa líka hægar.
INNTAKA Á JOÐI Í FORMI FÆÐUBÓTAEFNA GETA VERIÐ VARASÖM
Við inntöku á joði í gegnum fæðubótavörur eru tvö megin atriði sem hafa ber í huga. Að vara fari ekki yfir ráðlagðan dagskammt, ásamt því hvar og hvernig upptaka á vörunni fer fram í líkamanum. Vegna þessa leggjum við hjá AHI okkur fram við að koma með fæðubótarefni þar sem upptaka í líkamanum sé eins eðlileg og um almenna fæðu sé að ræða. Ásamt því að senda aldrei frá okkur vörur sem ekki eru rannsakaðar og tryggt að magn af virkum efnum fari ekki yfir ráðlagðan dagskammt.
HEIMILDIR
Health.com