MAIN EFFECTS OF OMEGA-3 ON HEALTH

HELSTU ÁHRIF OMEGA-3 Á HEILSUNA

Omega-3 fitusýrurnar eru taldar hafa ótalmörg mismunandi áhrif á heilsufar okkar, en hér koma 10 þau helstu.

1 – OMEGA-3 OG ADHDEINKENNI

Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að Omega-3 dregur úr ADHD-einkennum eins og eirðarleysi og árásargirni og betur gengur að ljúka verkefnum og stunda nám. Fitusýrur úr fiski eru taldar hafa þessi áhrif í gegnum heilastarfsemina, sem er ekki ólíklegt þar sem 60% heilans samanstanda af fitu.

2 – OMEGA-3 HÆGIR Á EINKENNUM ALZHEIMER’S

Fitusýrur sem nauðsynlegar eru heilastarfsemi er að finna í fiskifitunni og þær hægja ekki bara á vitrænni hnignun, heldur geta þær líka komið í veg fyrir almenna heilarýrnun hjá eldra fólki.

3 – OMEGA-3 SEM VÖRN GEGN KVÍÐA OG ÞUNGLYNDI

Þunglyndi er orðið eitt helsta heilsufarsvandamál heims í dag, en einkennin koma meðal annars fram sem depurð, sinnuleysi og almennt áhugaleysi á lífinu. Omega-3 fitusýrurnar, ekki hvað síst EPA-fitusýran virðist hafa mikil áhrif sem vörn gegn þunglyndi.

4 – OMEGA-3 GEGN LIÐAGIGT

Rannsóknir hafa leitt í ljós að Omega-3 fitusýrur hafa jafngóð áhrif á liðagigtareinkenni og ýmis steralaus bólgueyðandi lyf, auk þess sem fitusýrurnar teljast öruggari valkostur og hafa engar aukaverkanir.

5 – OMEGA-3 OG KRABBAMEIN

Ýmsar vísindarannsóknir hafa sýnt að fitusýrur úr fiski geta komið í veg fyrir og unnið bug á ýmsum tegundum krabbameina. Meðal annars kom í ljós að hjá þeim sem tóku sem mest af Omega-3 var 55% lægri tíðni ristilkrabbameins. Neysla á Omega-3 hefur líka verið tengd minni líkum á blöðruhálskirtils- og brjóstakrabbameinum.

6 – OMEGA-3 GETUR BÆTT AUGNHEILSUNA

DHA-fitusýran í Omega-3 er mikilvægt byggingarefni fyrir heila og sjónhimnu augna. Ef við fáum ekki nóg af DHA aukast líkur á sjónvandamálum. Einnig hefur verið sýnt fram á að nægilegt magn af Omega-3 dregur úr kölkun augnbotna, en hún er helsta orsök sjónskemmda og blindu í heiminum í dag.

7 – OMEGA-3 HEFUR GÓÐ ÁHRIF Á HJARTA- OG ÆÐAKERFIÐ

Rannsóknir hafa sýnt að fitusýrur úr fiski draga úr bólgum og geta hindrað eða haft bætandi áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. Þær hafa einnig verið tengdar við betri batalíkur þeirra sem fá hjartaáföll.

8 – OMEGA-3 BÆTIR HEILSU SYKURSJÚKRA

Rannsóknir hafa sýnt að fitusýrur úr fiski draga úr líkum á heilabilun hjá þeim sem eru sykursjúkir, þar sem þær vernda frumurnar í dreka (hippocamp¬us) heilans gegn eyðileggingu. Að auki draga þær úr skaða oxandi streituáhrifa á æðakerfi líkamans.

9 – OMEGA-3 STYRKIR HÚÐ OG HÁR

Áhrif Omega-3 geta verið mikil á húðina, sem er stærsta líffæri líkamans, meðal ann¬ars með stuðningi við fitu uppleysanleg bætiefni og stuðla þannig að sléttri og teygjanlegri áferð húðar og draga þannig úr hrukkumyndun.

10 – OMEGA-3 STYRKIR STARFSEMI ÓNÆMISKERFISINS

Omega-3 fitusýrurnar styrkja almennt ónæmiskerfi líkamans. Því er mikilvægt að neyta þeirra reglu-lega, hvort sem það er gert í gegnum neyslu á fiski eða með því að taka inn bætiefni með Omega-3. Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

OMEGA 3 COLLAGEN

Við hjá AHI erum stolt af því að hafa þróað og kynnt vöru sem er þurrt omega 3 án lýsis, bundið í kollagen. Við leggjum mikið upp úr því að koma með bætiefni þar sem upptaka í líkamanum er jafn eðlileg og í almennum mat. Auk þess að gefa aldrei út vörur sem ekki eru rannsakaðar og tryggja að magn virkra efna fari ekki yfir ráðlagðan dagskammt.

Heimildir: Greinar á vefsíðum www.draxe.com - www.healthline.com og www.laeknabladid.is

Skildu eftir athugasemd