The Importance of Iodine for Pregnant Women

Mikilvægi Joðs Fyrir Barnshafandi Konur

Joðskortur hjá fólki á Íslandi er staðreynd og ástandið er alvarlegt. Sérstaklega joðskortur og afleiðingar hans fyrir barnshafandi konur.

Samkvæmt Ingibjörgu Gunnarsdóttur prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Þá eru afleiðingar joðskorts mjög alvarlegur þar sem hann getur haft mikil áhrif á vitsmunalegan þroska barna.

Samkvæmt nýjum rannsóknum á Íslandi þá er joðskortur orðinn það algengur á Íslandi að málið er komið á borð hjá landlæknisembættinu.

„Joðskortur hjá barnshafandi konum getur valdið þroskaskerðingum hjá börnum og næringafræðingar hafa áhyggjur af stöðunni.

Næringarefni sem konur á þessum aldri innbyrða og eru mikilvæg fyrir fósturþroska eru af skornum skammti. Joð sem kemur hve helst úr hvítum fiski ber þar einna hæst en einnig járn og fólat. Í nýjustu rannsóknum hefur komið í ljós að um 80% íslenskra kvenna fái að öllum líkindum ekki nægilegt Joð."

„Að stórum hluta skýrist það af því að þær eru ekki að borða fisk eins mikið og það þarf sérstaklega að borða hvítan fisk til þess að fá Joð. Og þær eru ekki að drekka eins mikið af mjólkurvörum og við fáum líka Joð úr mjólk. Við höfum vanalega ekki þurft að hafa áhyggjur af þessum næringarefnaskorti hérna á Íslandi en erum að sjá hann núna í fyrsta sinn. Það þarf að snúa þessari þróun við bara strax,” segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir.

Afleiðingar af joðskorti barnshafandi kvenna geta haft mikil áhrif á vitsmunalegan þroska barna. Börn skora jafnvel lægra á þroskaskala en önnur börn ef móðir þeirra fær ekki nóg Joð á meðgöngu. Næringarfræðingar hvetja til þess að barnshafandi konur séu upplýstar um mikilvægi joðinntöku, til dæmis í mæðravernd.“

INNTAKA Á JOÐI Í FORMI FÆÐUBÓTAEFNA GETA VERIÐ VARASÖM

Við inntöku á joði í gegnum fæðubótavörur eru tvö megin atriði sem hafa ber í huga. Að vara fari ekki yfir ráðlagðan dagskammt, ásamt því hvar og hvernig upptaka á vörunni fer fram í líkamanum. Vegna þessa leggjum við hjá AHI okkur fram við að koma með fæðubótarefni þar sem upptaka í líkamanum sé eins eðlileg og um almenna fæðu sé að ræða. Ásamt því að senda aldrei frá okkur vörur sem ekki eru rannsakaðar og tryggt að magn af virkum efnum fari ekki yfir ráðlagðan dagskammt.

 

Heimildir
ruv.is

Skildu eftir athugasemd